Engar tilkynningar borist af Íslendingum í vandræðum

Sprengja sprakk í þessum strætisvagni við Tavistock Square og fór …
Sprengja sprakk í þessum strætisvagni við Tavistock Square og fór efri hæðin af honum. AP

Sigurður Arnarson, sendiráðsprestur í Lundúnum, segir að sendiráðinu hafi engar fréttir borist af Íslendingum sem kunni að vera í vandræðum eftir árásir sem gerðar voru í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og strætisvögnum í morgun. „Við hvetjum fólk sem er áhyggjufullt heima að hafa samband við utanríkisráðuneytið heima en þar verður svarað í síma og fólk aðstoðað eftir þörfum.“

Sigurður segir að í sendiráðinu séu menn að reyna að fá betri mynd af því sem hafi gerst en stöðugt berist nýjar fréttir af árásunum. „Það hefur verið mjög erfitt að ná símsambandi svo okkar helstu tengiliðir hafa verið fjölmiðlar. Auk þess hefur fólk verið vara við að nota farsíma og þau skilaboð hafa komið frá yfirvöldum að fólk haldi kyrru fyrir og hreyfi sig sem minnst.

Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma fyrir fólk sem á ættingja í London og hefur ekki heyrt frá þeim í dag. Síminn er 545-9900 og hvetur ráðuneytið fólk til að hringja. Nokkrir hafa þegar haft samband við ráðuneytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert