Íslandsdeild Amnesty boðar til fundar á Lækjartorgi vegna hryðjuverka

Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg kl. 17 í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í London í dag, að því er segir í fréttatilkynningu samtakanna. Er fólk hvatt til þess að taka með sér kerti og tendra þau.

Þar er bent á að árásina beri upp á sama dag og minningarathöfn um Peter Benenson, stofnanda Amnesty International, í St.Martins - in the Fields kirkjunni í Lundúnum. „Ákall hans um samstöðu með öllum þeim sem sæta mannréttindabrotum er brýnt í dag sem alla daga.“ Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg kl. 17 í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í London, standa vörð um mannréttindi, minnast Peter Benenson og heiðra þær hugsjónir sem hann barðist fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert