„Sá fólk koma hlaupandi“

Lögreglumenn við Edgware Road lestarstöðina.
Lögreglumenn við Edgware Road lestarstöðina. AP

„Ég var að koma frá Cannon Street Station þegar ég mætti sjúkrabíl og lögreglubíl á móti mér og sá fólk koma hlaupandi,“ segir Ólafur Elíasson, sem var á leið til vinnu sinnar hjá Alþjóðareikniskilaráðinu í Lundúnum. Ólafur segir að konan sín vinni í Moorgate sem er rétt hjá Liverpool Street Station lestarstöðinni. „Hún var nýkomin á skrifstofuna þegar sprenging varð undir byggingunum sem hún vinnur í. Svo sást fólk koma hlaupandi út úr byggingunni.“

„Þegar ég horfði niður eftir Cannon Street í átt að Bank lestarstöðinni sá ég fólk koma hlaupandi þar upp eftir götunni,“ segir Ólafur. Hann segir að búið sé að loka af svæðinu í kringum lestarstöðinni.

Ólafur segir að fólk virðist vera nokkuð rólegt í borginni þrátt fyrir árásirnar. „Fólk virðist vera að reyna að komast heim eins og er,“ segir Ólafur en bætir við að margra klukkutíma bið sé eftir leigubílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert