Símavakt til miðnættis í utanríkisráðuneytinu

Símavakt verður í utanríkisráðuneytinu til miðnættis í kvöld en þangað getur fólk hringt til þess að láta vita af eða spyrjast fyrir um Íslendinga í Lundúnum þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar í lestum og strætisvagni í morgun. Heiðrún Pálsdóttir, fulltrúi í ráðuneytinu, segir að um miðnætti í kvöld verði metið hvort vaktinni verði haldið áfram. Ekki hafi náðst í 16 Íslendinga sem talið er að séu í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert