Segir hótanir al-Qaeda hóps geta átt við Ísland

Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, segir á heimasíðu sinni, að yfirlýsingar hópsins, hafi lýst ábyrgð á hendur sér vegna árásanna í Lundúnum, feli í sér hótanir sem gætu allt eins átt við Ísland. Þar sé beinlínis hótað árásum á Danmörku og Ítalíu en einnig talað um aðgerðir gegn þeim ríkisstjórnum sem studdu krossferðina gegn Írak.

Hópurinn kallar sig Leynifélag Heilags stríðs al-Qaeda í Evrópu en sami hópur lýsti á hendur sér ábyrgð á sprengjuárásum í Madríd á síðasta ári.

Össur vitnar í yfirlýsingu, sem hópurinn birti á vefsíðu í gær þar sem segi m.a.: „Við höldum áfram að vara ríkisstjórnir Danmerkur og Ítalíu og allar ríkisstjórnir krossfaranna við því að þeir munu fá sömu refsingu ef þeir draga ekki hermenn sína frá Írak og Afganistan."

„Hið síðasta virðist mega túlka sem hugsanlega hótun í garð landa einsog Íslands," segir Össur Skarphéðinsson á vefsíðu sinni.

Heimasíða Össurar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert