Ekkert amar að Íslendingum í Lundúnum

Lögregla hefur rýmt svæði umhverfis þrjár brautarstöðvar í Lundúnum, þar …
Lögregla hefur rýmt svæði umhverfis þrjár brautarstöðvar í Lundúnum, þar á meðal stöðina við Warren Street. AP

Stórt svæði umhverfis þrjár neðanjarðarbrautarstöðvar og strætisvagn í Lundúnum er enn afgirt en litlar sprengjur sprungu í þremur lestum og á efri hæð strætisvagnsins í dag. Ekkert manntjón varð svo vitað sé. „Fólk er hissa og er að átta sig á því hvað er að gerast," segir Sigurður Arnarsson sendiráðsprestur í Lundúnum. Hann sagðist ekki vita til að neitt ami að Íslendingum í borginni. „Við fáum okkar fréttir í gegnum fjölmiðla," segir hann, „Fólk er að tala saman og fylgjast með ástandinu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert