Árni Johnsen biður Hreim afsökunar

Árni Johnsen stýrir brekkusöng á Þjóðhátíðinni sl. sunnudagskvöld.
Árni Johnsen stýrir brekkusöng á Þjóðhátíðinni sl. sunnudagskvöld. mbl.is/GSH
Árni Johnsen hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks á stóra sviðinu á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum sl. sunnudagskvöld þegar slá í brýnu milli hans og Hreims Heimissonar söngvara. Hreimur segist taka afsökunarbeiðnina til greina en segir að þeim beri á milli um hvað raunverulega gerðist.

Yfirlýsing Árna er svohljóðandi:

„Vegna fréttaflutnings af atviki á Brekkusviði á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Eyjum í lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar og brekkusöngs s l. sunnudagskvöld, vill undirritaður gefa eftirfarandi yfirlýsingu:

Vegna misskilnings á milli fulltrúa í Þjóðhátíðarnefnd og kynnis sem jafnframt er dagskrárstjóri ásamt Þjóðhátíðarnefnd og stjórnandi Brekkusöngs, var kynni ekki kunnugt um að hópur söngvara úr dagskrá Þjóðhátíðarinnar, ætti að syngja kveðjulag að loknum brekkusöng, en venjan er að þegar brekkusöng lýkur með íslenska þjóðsöngnum, standi allir þjóðhátíðargestir upp í brekkunni eins og vera ber og síðan er kveikt á blysum um hálfan Herjólfsdal og flugeldum skotið upp að því loknu.

Lagið sem hópurinn söng kom hins vegar strax á eftir brekkublysunum eða um tveimur mínútum eftir að brekkusöng lauk. Þá var enn verið að slökkva í varðeldinum og hreinsa leyfar varðeldsins af danspalli Brekkusviðsins og fullbúinn slökkviliðsbíll var á danspallinum beint fyrir framan sviðið og skyggði á það. Þá snaraði kynnir sér upp á svið og ætlaði að hliðra til þessu atriði sem var ekki á dagskrá hans sem kynnis, en þetta taldi hann nauðsynlegt af öryggisástæðum, því venjan er sú að um leið og dagskrá byrjar aftur á upplýstu Brekkusviðinu eftir brekkusöng með sviðið myrkvað, þá flykkist unga fólkið á danspallinn og ef slíkt hefði hent með pallinn óhreinsaðan og slökkviliðsbílinn við sviðið hefði mikil hætta getað skapast. Þegar kynnir þreif síðan í hita leiksins í þröng á sviðinu til hljóðnema af þessum sökum að loknum flutningi kveðjulags rakst hann slysalega á Hreim söngvara sem kom að hljóðnemanum í sömu mund. Það var því síður en svo ásetningur að bregða Hreimi söngvara.

Þjóðhátíðarkynni er ljúft að biðja Hreim afsökunar á þessum óvænta árekstri og reyndar gerði hann það einnig á Brekkusviðinu þegar atvikið átti sér stað.

Dagskrá Þjóðhátíðar Vestmannaeyja er metnaðarfull og margslungin og stundum þarf að grípa skjótt í taumana á 10 þúsund manna hátíð, en þá er hætta á hnökrum sem alltaf hefur verið hægt að leiðrétta sem betur fer.

Undirritaður harmar að þetta atvik skyldi koma upp eins og skrattinn úr sauðaleggnum, en við félagar Hreimur Örn Heimisson söngvari erum sammála um að þetta mál sér úr heiminum í fullri sátt. Það hefur Hreimur staðfest eftir samtal mitt við hann um þetta bréf. Hittumst í Herjólfsdal að ári.“

Hreimur sagði í samtali við Eyjafréttir að hann taki afsökunarbeiðni Árna góða og gilda en hann segist ekki sammála honum um málsatvik. „Ef einhver hefur náð þessu á myndbandi þætti mér vænt um að fá að sjá það,“ sagði Hreimur.

mbl.is

Innlent »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...