Handtekinn fyrir að krota slagorð á Alþingishúsið og önnur hús í miðbænum

Maður af erlendi bergi brotinn var handtekinn á Laugavegi á þriðja tímanum í nótt, grunaður um að hafa krotað slagorð mótmælenda við Kárahnjúka á nokkur hús í miðbænum. Krotað hafði verið á Alþingishúsið og Tollstjórahúsið, auk annarra húsa við Austurvöll, Laugaveg og í Bankastræti. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt en var sleppt úr haldi nú síðdegis. Engar kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert