"Þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni"

Björn Hafsteinsson á Landspítalanum.
Björn Hafsteinsson á Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var mjög heppinn að hljóta ekki höfuðhögg þegar ég lenti,“ segir Björn Hafsteinsson vagnstjóri hjá Strætó bs um strætisvagnsslysið á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar þann 19. ágúst sem varð til þess að hann missti báða fætur. Vagninn sem Björn ók lenti í harkalegum árekstri við vörubíl á gatnamótunum. Björn hefur legið á Landspítalanum undanfarinn hálfan mánuð og er nú á leið í endurhæfingu á gervifótum. Í slysinu missti Björn samstundis annan fótinn neðan við hné en hinn fóturinn var tekinn af honum á Landspítalanum. Björn missti aldrei meðvitund eftir sjálft slysið. „Þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni og var að hugsa um að fá mér smók! Fólk dreif að til að aðstoða mig stórslasaðan en ég rak alla burtu og bað þá að athuga með farþegana. Mér fannst ég ekki vera mikið slasaður og fann ekki fyrir miklum sársauka,“ segir hann.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert