Bessi Bjarnason látinn

Bessi Bjarnason, leikari.
Bessi Bjarnason, leikari. mbl.is
Bessi Bjarnason, leikari, lést á Landspítalanum í gær, sjötíu og fimm ára að aldri. Ferill Bessa spannaði nær hálfa öld og var hann í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar.

Bessi Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. september 1930, sonur Guðrúnar Snorradóttur, húsmóður, og Bjarna Sigmundssonar, bifreiðastjóra.

Að loknu verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 var Bessi ráðinn á nemendasamning hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár. Hann sótti Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar samfara námi síðasta veturinn í Verzlunarskólanum. Síðan tók Bessi inntökupróf í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins strax og hann tók til starfa og útskrifaðist vorið 1952 en jafnframt náminu lék hann í mörgum leikritum Þjóðleikhússins. Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1952 til 1990 og hélt áfram að leika í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum eftir það.

Hlutverk hans í Þjóðleikhúsinu voru hátt í 200. Hann lék meðal annars í fjölda barnaleikrita, þar á meðal í Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Kardemommubænum, Dýrunum í Hálsaskógi og Ferðinni til tunglsins.

Á meðal gamanleikrita sem hann lék í má nefna Skugga-Svein, Góða dátann Svejk, Hrólf, Hunangsilm, Nýársnóttina, Hvað varstu að gera í nótt, Á sama tíma að ári, Sveyk og Aurasálina.

Alvarlegu hlutverkin voru ófá en hann lék meðal annars í Horfðu reiður um öxl, Húsverðinum, Náttbólinu og Bílaverkstæði Badda.

Jafnframt lék hann gjarnan aðalhlutverk eða áberandi hlutverk í söngleikjum eins og My Fair Lady, Stöðvið heiminn, Lukkuriddarinn, Ég vil! Ég vil!, Kabarett og Gæjar og píur.

Hann tók einnig þátt í mörgum óperettum, þar á meðal Sumar í Týról og Kysstu mig Kata. Auk þess í óperum eins og Töfraflautunni og Mikado.

Auk hlutverka í leikhúsi lék Bessi í fjölda útvarpsleikrita og kom fram í mörgum skemmtiþáttum. Árum saman tróð hann upp með Gunnari Eyjólfssyni á skemmtunum um allt land og síðar tóku þeir ásamt fleirum þátt í Sumargleðinni um árabil. Bessi tók þátt í fjölda sjónvarpsmynda og lék í sjónvarpsauglýsingum. Þá lék hann í nokkrum kvikmyndum eins og til dæmis Skilaboðum til Söndru, Ryði, Ingaló og Stellu í orlofi.

Bessi Bjarnason var gjaldkeri Félags íslenskra leikara 1958 til 1985 og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var sæmdur gullmerki FÍL 1981.

Um árabil sá Bessi um bókhald hjá Landsmiðjunni og fékkst við margs konar sölumennsku. Hann kom að plötuútgáfu og stóð meðal annars fyrir útgáfu á barnaleikritum og lesnum barnasögum.

Fyrri kona Bessa var Erla Sigþórsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn og eru barnabörnin fimm. Seinni kona Bessa er Margrét Guðmundsdóttir leikkona.

Innlent »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park hótels segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Múrverk
Múrverk...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...