Þriðja tillagan að Tónlistarhúsinu

Hugmynd Viðhafnar að Tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík, sem var …
Hugmynd Viðhafnar að Tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík, sem var inni í tilboðsferlinum allt þar til í vor. Inni í stóra hólnum átti tónlistarhúsið að vera og til hægri á myndinni rísa hótel- og ráðstefnubyggingar upp úr.

Auk Portus Group og Fasteignar/Klasa tók hópurinn Viðhöfn þátt í samningskaupaferli og skilaði inn ítarlegum tillögum um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, allt þar til í vor að sérstök matsnefnd valdi tvær tillögur áfram til þátttöku.

Verkefnisstjóri hópsins var Hjörleifur Stefánsson arkitekt en helstu þátttakendur voru Sparisjóðabanki Íslands, Festing, Eykt og Höfðaborg. Viðhöfn fékk heimsþekktan og margverðlaunaðan arkitekt til liðs við sig, Frakkann Jean Nouvel, sem hefur m.a. teiknað tónlistar- og ráðstefnumiðstöðina í Lucerne í Sviss, óperuhúsið í Lyon og ýmsar fleiri byggingar.

Hjörleifur segir arkitektinn Jean Nouvel upptekinn af því að byggingarlist heimsins sé í hálfgerðum ógöngum. Sérkenni séu að mást út og alls staðar byggt eins.

"Hans meginhugmynd er að hver staður eigi sér einhver sérkenni sem eigi að draga fram í byggingarlist staðarins. Með tillögunni var hann að laða fram það sem gæti orðið einstakt fyrir bygginguna í Reykjavík, sem hvergi annars staðar í heiminum væri eins, og þar með að byggingin væri sérstök og kynni að vekja athygli fyrir vikið. Þetta er sannarlega frumleg hugmynd," segir Hjörleifur.

Hann segir Nouvel hafa haft íslensku náttúruna í huga, bergið, litina og formin úr umhverfinu. Með þær hugmyndir í farteskinu sá hann mannvirkið fyrir sér inni í og ofan á hólum og hæðum, falið líkt og gimsteinn í jörðu niðri. Þannig hugsaði hann sér mannvirki sem sótti sérkenni sín til umhverfisins.

Arkitektastofu Jean Nouvel til aðstoðar var teiknistofan T.ark en einnig komu að verkinu á ýmsum stigum þess Teiknistofan Þverá, Raftæknistofan og Fjarhitun. Ove Arup Partnership Ltd. veitti tæknilega ráðgjöf og hönnunarstjórn var í höndum Teiknistofunnar Óðinstorgi, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Eyktar.

Ráðgjöf við ráðstefnuhald og listrænan rekstur hússins veittu Bergljót Jónsdóttir, sem lengi stjórnaði Listahátíðinni í Bergen, Rósbjörg Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ráðstefnuskrifstofu Íslands, og Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins.

Þverskurður af hugmynd Viðhafnarhópsins, sem franski arkítektinn Jean Nouvel sá …
Þverskurður af hugmynd Viðhafnarhópsins, sem franski arkítektinn Jean Nouvel sá fyrir sér á nokkrum hæðum en flestum neðanjarðar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert