Mikil hálka á Akureyri og bílar í vandræðum

Svona lítur venjulegur garður á Blönduósi út. Sumarhúsgögnin enn úti …
Svona lítur venjulegur garður á Blönduósi út. Sumarhúsgögnin enn úti en hin hvíta slæða vetrar tekur ekkert tillit til þess. mbl.is/Jón Sigurðsson

Talsvert hefur snjóað á Akureyri og er mikil hálka á götum bæjarins. Bílar hafa verið í vandræðum og eitthvað verið um óhöpp, þótt ekkert þeirra hafi verið alvarleg, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þá er ófært um Víkurskarð, en nokkrir bílar hafa verið í vandræðum þar.

mbl.is