Baugsmenn borguðu Jóni Gerald 120 milljónir

Forráðamenn Baugs reiddu fram 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til gegn Jóni Gerald Sullenberger og fyrirtæki hans á Flórída. Þetta kemur fram í grein Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í blaðinu í dag. Þar sem bæði Jón Gerald og Baugsmenn séu bundnir þagnarskyldu um innihald samningsins segir Styrmir Morgunblaðið ætla að taka að sér að upplýsa þjóðina um málið.

Til viðbótar hafa þeir áreiðanlega þurft að greiða mikinn eigin lögfræðikostnað því að Jón Gerald hefur upplýst að þeir hafi haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, þrjár í Bandaríkjunum og eina á Íslandi," skrifar Styrmir.

"Hvers vegna skyldu forráðamenn Baugs hafa borgað 120 milljónir til að komast út úr eigin málaferlum gegn Jóni Gerald? Þetta eru ekki litlir peningar, alla vega ekki á mælikvarða almennings á Íslandi en kannski litlir peningar fyrir forráðamenn Baugs."

Í greininni víkur Styrmir að því sem hann segir grundvallaratriði í birtingu frétta um Baugsmálin í Fréttablaðinu síðustu daga. "Hvar eru nútíma samskiptahættir fólks á vegi staddir úr því hægt er að komast yfir tölvupóstssamskipti einstaklinga í milli?" spyr Styrmir.

Segir hann það hljóta að vera áleitna spurningu hvort ekki beri nauðsyn til að rannsaka mjög nákvæmlega vinnubrögð símafyrirtækja, hverjir geti komist í tölvupósta eða fylgst með símtölum og hvernig það sé tryggt að þessi einkagögn fólks séu látin í friði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert