Erilsamt hjá lögreglunni í Reykjavík

Drengur á tvítugsaldri fótbrotnaði þegar hann varð fyrir bíl á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var drengurinn ásamt tveimur félögum sínum að fara yfir götuna þegar hann varð fyrir bílnum. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Að öðru leyti var nóttin erilsöm vegna drykkjuláta víða um borg í embætti lögreglunnar í Reykjavík.

Var töluvert um útköll vegna drykkjuláta. Vandamálin voru minniháttar og flest leyst þegar á staðinn var komið, að sögn lögreglunnar.

Þá voru sex teknir fyrir ölvun undir stýri í nótt og mega þeir búast við sviptingu ökuleyfis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert