Lést í bílslysi í Danmörku

Íslendingur lést í bílslysi við bæinn Thisted í Danmörku aðfaranótt miðvikudags. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að maðurinn hafi heitað Bjarni Þórir Þórðarson, 39 ára að aldri, en hann var búsettur í Thisted.

Fram kemur í blaðinu að Bjarni láti eftir sig þrjú börn, sem öll búa á Íslandi.

Bjarni var á unglingsárum kunnur tónlistarmaður og kom m.a. fram með hljómsveitinni Sjálfsfróun í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík.

mbl.is