Stærsta jafnréttisbyltingin fólst í breytingum í skólamálum

Að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra ber Reykjavíkurborg mikla ábyrgð varðandi launamun kynjanna þar sem borgin er annar stærsti atvinnurekandi landsins, næstur á eftir ríkinu í heild. „Hjá borginni vinna samtals um átta þúsund manns í um sex þúsund stöðugildum og eru konur um 75% starfsmanna borgarinnar. Þessi staða skapar borginni mikla ábyrgð varðandi launamun kynjanna, ábyrgð sem Reykjavíkurborg hefur leitast við að axla af metnaði á síðustu árum,“ segir Steinunn Valdís og vísar þar m.a. til starfsmatskerfis sem borgin í samstarfi við ofangreind stéttarfélög vann við að innleiða.

„Á undanförnum árum höfum við hjá Reykjavíkurborg verið í ákveðnum fararbroddi í jafnréttismálum. Hins vegar hefur mér fundist í umræðunni upp á síðkastið að á ósanngjarnan hátt væri vegið að þessu starfi borgarinnar. Menn mega ekki gleyma því að bara á sl. áratug hefur svo margt breyst í skóla- og leikskólamálum, en þetta er í raun stærsta jafnréttisbylting sem orðið hefur í íslensku samfélagi á síðustu áratugum. Það að útvega börnum leikskólapláss frá tveggja ára aldri hefur gríðarlega mikið að segja í jafnréttisbaráttunni og fyrir möguleika kvenna til atvinnuþátttöku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert