Guðmundur Daðason elstur karla

Guðmundur Daðason.
Guðmundur Daðason.

Guðmundur Daðason, fyrrverandi bóndi að Ósi á Skógarströnd, fagnar 105 ára afmæli sínu í dag, 13. nóvember. Hann er því elsti núlifandi karlmaður landsins.

Af því tilefni verður slegið upp afmælisveislu fyrir heimilismenn Holtsbúðar í Garðabæ, en Guðmundur hefur sl. fimm ár dvalist á dvalarheimilinu Holtsbúð og hefur þar gott útsýni yfir Kollafjörðinn og Esjuna úr herbergi sínu. Sjónin er þó farin að daprast og sömuleiðis heyrnin. Að sögn Þóru Karlsdóttur, framkvæmdastjóra Holtsbúðar, er þó eftirtektarvert hversu ern Guðmundur er eftir aldri.

Guðmundur var fæddur á Dröngum aldamótaárið 1900 og fluttist á fyrsta ári sínu með foreldrum sínum að kirkjustaðnum á Narfeyri. Guðmundur kvæntist Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur árið 1932 og eignuðust þau fimm börn. Lést hún árið 1990. Afkomendurnir eru margir, en auk barnanna fimm eru barnabörnin 21 og barnabarnabörnin á fjórða tug.

Sér til dægrastyttingar hefur Guðmundur iðkað taflmennsku, bridds og kveðskap. Að sögn Þóru er Guðmundur einnig duglegur við að fara út í göngutúra, þó að þeir verði ekki eins margir yfir vetrartímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert