Baugur úthlutar 50,5 milljónum úr styrktarsjóði

Frá úthlutun styrkjanna í dag.
Frá úthlutun styrkjanna í dag. Sverrir Vilhelmsson
Úthlutað var 50,5 milljónum úr styrktarsjóði Baugs Group í dag og hlutu 23 einstaklingar og samtök styrki úr sjóðnum. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en þann 10. júní var samþykkt í stjórn Baugs að verja 300 milljónum króna til stofnunar styrktarsjóðs sem yrði úthlutað úr í desember og maí ár hvert næstu þrjú árin.

Í ár hafa eftirtaldir fengið styrk: Breski barnaverndunarsjóðurinn 10 milljónir króna, UNICEF á Íslandi 15 milljónir, Umhyggja til fjármögnunar á orlofshúsi að Vaðlaborgum í Eyjafirði 2 milljónir, Biskupsstofa til verkefnisins "Verndum æskuna 750 þúsund, Vímulaus æska vegna foreldrasímans og ráðgjafar barna í vímuefnavanda 2 milljónir, Sigríður Ósk Jónsdóttir til kaupa á sérhannaðri tölvumús til tjáskipta 400 þúsund krónur. Geðhjálp til eflingar á starfsemi félagsmiðstöðvar Geðhjálpar við Túngötu 2 milljónir. Hugarafl til að vinna að stofnun Hlutverkaseturs 1 milljón, Særún Sveinsdóttir sem missti báða fætur í umferðarslysi í Bandaríkjunum í nóvember 1 milljón króna. SPES alþjóðleg barnahjálp vegna byggingar barnaþorps í Togo 1 milljón króna. Jónas Þórir og tenórarnir 3 vegna tónleikaferðar um landið 500 þúsund krónur.

Ragnar Sær Ragnarsson, Hilmar Örn Agnarsson, Pétur Pétursson og Kammerkór Suðurlands vegna Völuspár 500 þúsund. Sumartónleikar Skálholtskirkju vegna Tónlistarsmiðju unga fólksins og Skálholtsdiska 750 þúsund krónur.

Smekkleysa og Gunnar Kvaran vegna útgáfu á Sellósvítum Bachs í flutningi Gunnars Kvaran 200 þúsund krónur. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 300 þúsund. Margrét Pálmadóttir vegna áframhaldandi uppbyggingu barnakórsins 1 milljón. Félag um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal 1 milljón króna. H. Oddsson ehf. og Ax kvikmyndafélag vegna heimildarmyndarinnar Dieter Roth á Íslandi 1 milljón króna. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar vegna verkefnanna Heimþrá og SEQUENCES hátíðar 2 milljónir króna.

Mannréttindaskrifstofa Íslands vegna verkefna ársins 2006 2 milljónir króna. DC-3 Þristavinir vegna endurgerðar Gunnfaxa 1 milljón. Hlíðarfjall á Akureyri til reksturs snjóframleiðslukerfis 500 þúsund krónur. Björn Hafsteinsson strætóbílstjóri sem missti neðan af báðum fótum í umferðarslysi 1 milljón og SÁÁ 3,6 milljónir króna.

Baugur
Baugur
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni ...
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni styrk fyrir samtökin SPES. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Innlent »

Svíður að málið sé ekki klárað

10:55 „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

Bjúgun eyðilögðust

09:42 Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar. Meira »

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

09:21 Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. Meira »

Íbúar beðnir um að vera vel á verði

09:10 Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum. Meira »

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

08:18 Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meira »

Kaupa þrjá dráttarbáta

07:57 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Meira »

Ræða skipulag loðnurannsókna

07:37 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Meira »

Slydda á aðfangadag

06:36 Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi veðri á landinu og frosti um allt land á Þorláksmessu. Á aðfangadag er spáð rigningu eða slyddu. Meira »

Útköll vegna veðurs í Reykjavík

05:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi tengdu rokinu. Meðal annars fuku þakplötur og stórt tré riðaði til falls. Meira »

Grýtti bifreið í miðborginni

05:43 Lögreglan handtók mann í gærkvöldi sem var að grýta bifreið í miðborginni en hann var í annarlegu ástandi. Þrír ökumenn voru stöðvaðir sem allir voru undir áhrifum vímuefna. Tveir fíkniefna og einn lyfja. Sá síðastnefndi olli umferðaróhappi með aksturslagi sínu. Meira »

Bjartara yfir skuldabréfaeigendum

05:30 Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins eru skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air töluvert betri en margir héldu fram að þær yrðu. Meira »

Dregur úr hvata til að byggja

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) reikna með að veiking krónunnar muni birtast í hækkandi verði innfluttra byggingarefna á næstu mánuðum. Það ásamt öðrum þáttum muni leiða til frekari hækkunar byggingarvísitölu. Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að auka kostnað við smíði íbúða. Meira »

Einn merkasti minjastaður Íslands

05:30 Minjastofnun kveður fast að orði um gildi Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu sinni sem fram kemur í bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra um sérstaka friðlýsingu garðsins. Meira »

Stór samningur Mentis Cura í Japan

05:30 Norsk-íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir að verðmæti samningsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 milljarðar íslenskra króna) á næstu tíu árum. Meira »

Háskólinn fær Setberg

05:30 Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag afhenda Háskóla Íslands húsið Setberg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til afnota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á vegum HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennsluháttum. Meira »

Umsóknum um vernd fækkar

05:30 Alls sóttu 78 manns um vernd á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun. Er það fækkun milli mánaða þar sem 100 manns sóttu um vernd í októbermánuði hérlendis. Meira »

Andlát: Eyþór Þorláksson

05:30 Eyþór Þorláksson, gítarleikari, lést 14. desember sl. á öldrunarlækningadeild K-1 á Landakotsspítala, 88 ára að aldri.   Meira »

Reykkofi á Kvíabryggju brann

Í gær, 23:31 Reykkofi fangelsisins á Kvíabryggju á Snæfellsnesi brann í kvöld og er ónýtur, samkvæmt frétt héraðsfréttamiðilsins Skessuhorns um málið. Meira »

Líkur á aurskriðum og krapaflóðum

Í gær, 22:59 Veðurstofan spáir áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum í ám á Austfjörðum og auknum líkum á aurskriðum og krapaflóðum.  Meira »
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...