Baugur úthlutar 50,5 milljónum úr styrktarsjóði

Frá úthlutun styrkjanna í dag.
Frá úthlutun styrkjanna í dag. Sverrir Vilhelmsson

Úthlutað var 50,5 milljónum úr styrktarsjóði Baugs Group í dag og hlutu 23 einstaklingar og samtök styrki úr sjóðnum. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en þann 10. júní var samþykkt í stjórn Baugs að verja 300 milljónum króna til stofnunar styrktarsjóðs sem yrði úthlutað úr í desember og maí ár hvert næstu þrjú árin.

Í ár hafa eftirtaldir fengið styrk: Breski barnaverndunarsjóðurinn 10 milljónir króna, UNICEF á Íslandi 15 milljónir, Umhyggja til fjármögnunar á orlofshúsi að Vaðlaborgum í Eyjafirði 2 milljónir, Biskupsstofa til verkefnisins "Verndum æskuna 750 þúsund, Vímulaus æska vegna foreldrasímans og ráðgjafar barna í vímuefnavanda 2 milljónir, Sigríður Ósk Jónsdóttir til kaupa á sérhannaðri tölvumús til tjáskipta 400 þúsund krónur. Geðhjálp til eflingar á starfsemi félagsmiðstöðvar Geðhjálpar við Túngötu 2 milljónir. Hugarafl til að vinna að stofnun Hlutverkaseturs 1 milljón, Særún Sveinsdóttir sem missti báða fætur í umferðarslysi í Bandaríkjunum í nóvember 1 milljón króna. SPES alþjóðleg barnahjálp vegna byggingar barnaþorps í Togo 1 milljón króna. Jónas Þórir og tenórarnir 3 vegna tónleikaferðar um landið 500 þúsund krónur.

Ragnar Sær Ragnarsson, Hilmar Örn Agnarsson, Pétur Pétursson og Kammerkór Suðurlands vegna Völuspár 500 þúsund. Sumartónleikar Skálholtskirkju vegna Tónlistarsmiðju unga fólksins og Skálholtsdiska 750 þúsund krónur.

Smekkleysa og Gunnar Kvaran vegna útgáfu á Sellósvítum Bachs í flutningi Gunnars Kvaran 200 þúsund krónur. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 300 þúsund. Margrét Pálmadóttir vegna áframhaldandi uppbyggingu barnakórsins 1 milljón. Félag um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal 1 milljón króna. H. Oddsson ehf. og Ax kvikmyndafélag vegna heimildarmyndarinnar Dieter Roth á Íslandi 1 milljón króna. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar vegna verkefnanna Heimþrá og SEQUENCES hátíðar 2 milljónir króna.

Mannréttindaskrifstofa Íslands vegna verkefna ársins 2006 2 milljónir króna. DC-3 Þristavinir vegna endurgerðar Gunnfaxa 1 milljón. Hlíðarfjall á Akureyri til reksturs snjóframleiðslukerfis 500 þúsund krónur. Björn Hafsteinsson strætóbílstjóri sem missti neðan af báðum fótum í umferðarslysi 1 milljón og SÁÁ 3,6 milljónir króna.

Baugur
Baugur
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni …
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni styrk fyrir samtökin SPES. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert