Baugur úthlutar 50,5 milljónum úr styrktarsjóði

Frá úthlutun styrkjanna í dag.
Frá úthlutun styrkjanna í dag. Sverrir Vilhelmsson
Úthlutað var 50,5 milljónum úr styrktarsjóði Baugs Group í dag og hlutu 23 einstaklingar og samtök styrki úr sjóðnum. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en þann 10. júní var samþykkt í stjórn Baugs að verja 300 milljónum króna til stofnunar styrktarsjóðs sem yrði úthlutað úr í desember og maí ár hvert næstu þrjú árin.

Í ár hafa eftirtaldir fengið styrk: Breski barnaverndunarsjóðurinn 10 milljónir króna, UNICEF á Íslandi 15 milljónir, Umhyggja til fjármögnunar á orlofshúsi að Vaðlaborgum í Eyjafirði 2 milljónir, Biskupsstofa til verkefnisins "Verndum æskuna 750 þúsund, Vímulaus æska vegna foreldrasímans og ráðgjafar barna í vímuefnavanda 2 milljónir, Sigríður Ósk Jónsdóttir til kaupa á sérhannaðri tölvumús til tjáskipta 400 þúsund krónur. Geðhjálp til eflingar á starfsemi félagsmiðstöðvar Geðhjálpar við Túngötu 2 milljónir. Hugarafl til að vinna að stofnun Hlutverkaseturs 1 milljón, Særún Sveinsdóttir sem missti báða fætur í umferðarslysi í Bandaríkjunum í nóvember 1 milljón króna. SPES alþjóðleg barnahjálp vegna byggingar barnaþorps í Togo 1 milljón króna. Jónas Þórir og tenórarnir 3 vegna tónleikaferðar um landið 500 þúsund krónur.

Ragnar Sær Ragnarsson, Hilmar Örn Agnarsson, Pétur Pétursson og Kammerkór Suðurlands vegna Völuspár 500 þúsund. Sumartónleikar Skálholtskirkju vegna Tónlistarsmiðju unga fólksins og Skálholtsdiska 750 þúsund krónur.

Smekkleysa og Gunnar Kvaran vegna útgáfu á Sellósvítum Bachs í flutningi Gunnars Kvaran 200 þúsund krónur. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 300 þúsund. Margrét Pálmadóttir vegna áframhaldandi uppbyggingu barnakórsins 1 milljón. Félag um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal 1 milljón króna. H. Oddsson ehf. og Ax kvikmyndafélag vegna heimildarmyndarinnar Dieter Roth á Íslandi 1 milljón króna. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar vegna verkefnanna Heimþrá og SEQUENCES hátíðar 2 milljónir króna.

Mannréttindaskrifstofa Íslands vegna verkefna ársins 2006 2 milljónir króna. DC-3 Þristavinir vegna endurgerðar Gunnfaxa 1 milljón. Hlíðarfjall á Akureyri til reksturs snjóframleiðslukerfis 500 þúsund krónur. Björn Hafsteinsson strætóbílstjóri sem missti neðan af báðum fótum í umferðarslysi 1 milljón og SÁÁ 3,6 milljónir króna.

Baugur
Baugur
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni ...
Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu meðal annars Össuri Skarphéðinssyni styrk fyrir samtökin SPES. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Innlent »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að kviknað hafi í út frá raftæki

11:11 Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn sem upp kom í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði á laugardag út frá raftæki. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni, í samtali við mbl.is. Meira »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...