Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri

Oktavía Jóhannesdóttir á blaðamannafundinum ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á ...
Oktavía Jóhannesdóttir á blaðamannafundinum ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri mbl.is/Kristján
Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, hefur sagt skilið við Samfylkinguna og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Oktavía sagðist á blaðamannafundi á Akureyri í dag vera að íhuga hvort hún taki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor en framboðsfrestur rennur út um miðjan janúar. Mun Oktavía sitja áfram í bæjarstjórn fram á vor og sitja áfram í þeim nefndum sem hún situr í fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Að sögn Oktavíu var þetta erfið ákvörðun en Samfylkingin sé samsett úr flokksbrotum og þau sjónarmið sem hafa yfirhöndina þar séu ekki í takt við þær hugmyndir sem hún hafði sem krati þegar hún gekk í Samfylkinguna.

Oktavía segist ekki hætt að vera jafnaðarmaður og hún segist telja að hún myndi bregðast sínum kjósendum ef hún hefði hætt í bæjarstjórn núna þegar þessi ákvörðun var tekin.

Aðspurð um hvernig fyrrum félagar hennar í Samfylkingunni hafi brugðist við þessum tíðindum segist Oktavía ekki hafa mætt í talsverðan tíma á bæjarmálafundi og því ætti þetta ekki að koma á óvart. Hún hafi sent formanni Samfylkingarinnar á Akureyri tölvupóst í morgun þar sem hún hafi tilkynnt um ákvörðun sína.

„Þessi ákvörðun á sér langan aðdraganda og er tekin að vel yfirveguðu ráði en ég hef lengi haft þá tilfinningu að Samfylkingin væri ekki rétti flokkurinn fyrir mig að ég ætti ekki þar heima.

Því er þó ekki að leyna að það hefur verið mér sárt sem stofnfélaga í Samfylkingunni að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum að flokkurinn er ekki og verður seint sá frjálslyndi og framsækni jafnaðarmannaflokkur sem við kratar reiknuðum með í upphafi.

Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Geirs H. Haarde er góður kostur fyrir frjálslyndan jafnaðarmann og ég treysti því að þar sé hljómgrunnur fyrir mörgum þeim málum sem mér og öðrum krötum eru hugleikin.

Ég tel að reynsla mín og þekking á bæjarmálum geti nýst til góðra verka í þágu bæjarbúa og mun ég vinna að því áfram að gera bæinn okkar betri.

Ég tel líka að þau sjónarmið sem ég hef staðið fyrir í pólitíkinni, frelsi, samhjálp og réttlæti eiga sér hljómgrunn meðal sjálfstæðismanna sem og annarra bæjarbúa.

Stjórnmál eiga að mínu viti að snúast um að finna bestu lausnina í hverju máli, lausn sem verður að vera bæði hagkvæm og mannvæn.

Stjórnmál nútímans eiga ekki að snúast um gamlar kreddur eða flokkadrætti fortíðar heldur stuðla að almannaheill með frelsi og réttlæti að leiðarljósi," segir í tilkynningu sem Oktavía las upp á blaðamannafundinum.

Kristján sáttur við að fá Oktavíu í Sjálfstæðisflokkinn

Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri á Akureyri, segist mjög sáttur við að Oktavía sé gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann viðurkennir að hún hafi oft veitt meirihlutanum í bæjarstjórn aðhald og hún stundum farið í taugarnar á honum.

mbl.is

Innlent »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Gunnar Smári í forsvari félagsins

05:30 Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og eiginmaður Öldu Lóu Leifsdóttur, er í fyrirtækjaskrá skráður stjórnarformaður félagsins Nýr kafli ehf., sem tilgreint er í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ frá 12. október síðastliðnum. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

05:30 Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...
Múrverk
Múrverk...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...