Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri

Oktavía Jóhannesdóttir á blaðamannafundinum ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á ...
Oktavía Jóhannesdóttir á blaðamannafundinum ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri mbl.is/Kristján
Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, hefur sagt skilið við Samfylkinguna og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Oktavía sagðist á blaðamannafundi á Akureyri í dag vera að íhuga hvort hún taki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor en framboðsfrestur rennur út um miðjan janúar. Mun Oktavía sitja áfram í bæjarstjórn fram á vor og sitja áfram í þeim nefndum sem hún situr í fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Að sögn Oktavíu var þetta erfið ákvörðun en Samfylkingin sé samsett úr flokksbrotum og þau sjónarmið sem hafa yfirhöndina þar séu ekki í takt við þær hugmyndir sem hún hafði sem krati þegar hún gekk í Samfylkinguna.

Oktavía segist ekki hætt að vera jafnaðarmaður og hún segist telja að hún myndi bregðast sínum kjósendum ef hún hefði hætt í bæjarstjórn núna þegar þessi ákvörðun var tekin.

Aðspurð um hvernig fyrrum félagar hennar í Samfylkingunni hafi brugðist við þessum tíðindum segist Oktavía ekki hafa mætt í talsverðan tíma á bæjarmálafundi og því ætti þetta ekki að koma á óvart. Hún hafi sent formanni Samfylkingarinnar á Akureyri tölvupóst í morgun þar sem hún hafi tilkynnt um ákvörðun sína.

„Þessi ákvörðun á sér langan aðdraganda og er tekin að vel yfirveguðu ráði en ég hef lengi haft þá tilfinningu að Samfylkingin væri ekki rétti flokkurinn fyrir mig að ég ætti ekki þar heima.

Því er þó ekki að leyna að það hefur verið mér sárt sem stofnfélaga í Samfylkingunni að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum að flokkurinn er ekki og verður seint sá frjálslyndi og framsækni jafnaðarmannaflokkur sem við kratar reiknuðum með í upphafi.

Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Geirs H. Haarde er góður kostur fyrir frjálslyndan jafnaðarmann og ég treysti því að þar sé hljómgrunnur fyrir mörgum þeim málum sem mér og öðrum krötum eru hugleikin.

Ég tel að reynsla mín og þekking á bæjarmálum geti nýst til góðra verka í þágu bæjarbúa og mun ég vinna að því áfram að gera bæinn okkar betri.

Ég tel líka að þau sjónarmið sem ég hef staðið fyrir í pólitíkinni, frelsi, samhjálp og réttlæti eiga sér hljómgrunn meðal sjálfstæðismanna sem og annarra bæjarbúa.

Stjórnmál eiga að mínu viti að snúast um að finna bestu lausnina í hverju máli, lausn sem verður að vera bæði hagkvæm og mannvæn.

Stjórnmál nútímans eiga ekki að snúast um gamlar kreddur eða flokkadrætti fortíðar heldur stuðla að almannaheill með frelsi og réttlæti að leiðarljósi," segir í tilkynningu sem Oktavía las upp á blaðamannafundinum.

Kristján sáttur við að fá Oktavíu í Sjálfstæðisflokkinn

Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri á Akureyri, segist mjög sáttur við að Oktavía sé gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann viðurkennir að hún hafi oft veitt meirihlutanum í bæjarstjórn aðhald og hún stundum farið í taugarnar á honum.

mbl.is

Innlent »

Fossvogsbúar kvarta undan útigangsmönnum

05:53 Íbúar í Fossvogshverfinu höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og kvörtuðu yfir erlendum útigangsmönnum á ferli í hverfinu. Meira »

Stolið úr búningsklefum

05:46 Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Meira »

Vinnutíminn eldfimur

05:30 SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Halldór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

05:30 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

05:30 Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira »

Fjölguðu gestum um þriðjung

05:30 Veitingastaðurinn Þrír frakkar hefur verið afar vel sóttur undanfarnar vikur.   Meira »

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

05:30 Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

05:30 Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

05:30 „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »

Fataiðn er mjög skapandi

Í gær, 22:45 Fötin skapa manninn! Nám í fataiðnum við Tækniskólann er vinsælt og vekur athygli. Gleðin fylgir starfinu, segir kennari og bendir á ýmsa atvinnumöguleika sem bjóðast. Meira »

Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

Í gær, 21:15 Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim. Meira »

Kona slasaðist á Esjunni

Í gær, 21:05 Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálfátta í kvöld vegna konu sem hafði slasast í grjóthruni á Esjunni neðan við Stein, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt

Í gær, 20:30 Ljósmynd sem var nýlega tekin af umferðarskilti á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Rauðavatn á leiðinni frá Reykjavík, sýnir 70 kílómetra hámarkshraða fyrir bifreiðar með eftirvagna eða skráð tengitæki þegar hámarkshraðinn á að vera 80 km á klukkustund. Meira »

Búið að finna drengina

Í gær, 20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

Í gær, 19:46 Búið er að landa samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

Í gær, 19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

Í gær, 19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

Í gær, 19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...