Íslendingar orðnir 300 þúsund

Nýfæddir Íslendingar á fæðingargangi Landspítalans.
Nýfæddir Íslendingar á fæðingargangi Landspítalans.

Íslendingar eru orðnir 300 þúsund talsins en samkvæmt mannfjöldaklukku, sem birt er á vef Hagstofunnar, gerðist það um það bil 20 mínútur yfir klukkan 7. Klukkan telur samkvæmt áætlun um allar fæðingar og öll dauðsföll og einnig er tekinn með í bókhaldið fjöldi aðfluttra og brottfluttra. Því er ekki hægt að benda á ákveðinn einstakling og segja að hann sé 300 þúsundasti Íslendingurinn.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að fólksfjölgun á landinu hafi verið óvenjumikil undanfarið ár. Að meðaltali fæðist 1 barn aðra hverja klukkustund og fimm manns deyja að meðaltali á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert