Vildi stríða nágranna sínum

Lögreglan í Keflavík fékk í gær tilkynningu um að skotið hefði verið úr litboltabyssu á fjölbýlishús í Njarðvík. Flótlega beindist grunur að manni í öðru fjölbýlishúsi þar skammt frá. Lögreglumenn bönkuðu upp á hjá þeim grunaða og viðurkenndi hann verknaðinn.

Lögreglan segir, að ekki sé um að ræða barn eða ungling heldur fullorðinn mann, sem sagðist hafa ætlað að stríða nágranna sínum. Litboltabyssan er af öflugri gerð og lagði lögregla hald á vopnið. Sá sem úr byssunni skaut bað íbúa hússins afsökunar og hreinsaði litaklessurnar.

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt vegna slagsmála á skemmtistöðum í Keflavík. Lögreglan segist hafa upplýsingar um að fjórir aðilar hafi leitað til slysadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna áverka sökum slagsmála eða líkamsárása. Þá var björgunarsveitin Skyggnir í Vogum var ræst út til að aðstoða tvo ökumenn sem höfðu misst bíla sína út af Reykjanesbrautinni. Að auki voru nokkrum ungmennum vísað út af skemmtistað í Keflavík en þau höfðu ekki aldur til að vera þar innandyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert