Lögregla hefur litlar upplýsingar um morð á Íslendingi

Íslendingur fannst í gær látinn af völdum skotsára í El …
Íslendingur fannst í gær látinn af völdum skotsára í El Salvador. mbl.is

Lögreglan í San Salvador, höfuðborg El Salvador, segir að morð á íslenskum karlmanni þar um helgina sé í rannsókn. Að sögn talsmanns lögreglunnar fannst lík Íslendingsins og bandarískrar konu á sunnudagsmorgun við Santa Ana þjóðveginn norðvestur af San Salvador. Bíll mannsins fannst mannlaus daginn áður í 43 km fjarlægð.

Íslendingurinn hét Jón Þór Ólafsson og starfaði í El Salvador við gerð jarðvarmaorkuvers á vegum fyrirtækisins Enex. Lögreglan segir að konan hafi verið bandarísk og heitað Brenda Salinas.

Bíll Jón Þórs fannst á hraðbraut sem nefnist Calle Jerusalem. Að sögn dagblaðsins La Prenssa Grafica voru engin merki um ofbeldi að sjá á bílnum, fyrir utan að búið var að stela útvarpinu úr honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert