Leikskólabörn sungu fyrir starfsmenn Morgunblaðsins

Morgunblaðið/ Sigrún

Starfsmenn Morgunblaðsins fengu óvæntan glaðning og heimsókn um hálfellefuleytið í morgun þegar anddyri hússins fylltist af börnum úr leikskólanum Austurborg. Börnin voru þangað komin ásamt leikskólakennurum til þess að syngja fyrir starfsmenn í tilefni af Vetrarhátíð og höfðu auk þess föndrað snjókorn og frostrósir sem skreyttu anddyrið. „Krummi krunkar úti“ var fyrsta lag á dagskrá, en alls sungu börnin þrjú lög og hlutu mikið og verðskuldað lófatak fyrir.

Börnin á leið inn í Morgunblaðshúsið.
Börnin á leið inn í Morgunblaðshúsið. Morgunblaðið/ Sigrún
mbl.is
Loka