Á annan tug eftirskjálfta fylgdi þeim er varð við Kleifarvatn

Á kortinu sést hvar skjálftinn átti upptök í dag.
Á kortinu sést hvar skjálftinn átti upptök í dag. mbl.is/Kristinn

Á annan tug eftirskjálfta hafa orðið upp úr kl. 15 í dag í kjölfar jarðskjálftans sem varð kl. 14:31 í dag og átti upptök sín við Gullbringu suðaustan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og austur með Suðurlandi, þar á meðal á Hvolsvelli.

mbl.is