Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík

Svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði borgarinnar mældist svifryk yfir mörkum 22., 23, 26. og nú 27. mars og voru gildin há síðastliðna nótt. Útlit er fyrir að veður verði áfram þurrt og kalt en lítill raki er í andrúmsloftinu þessa dagana.

Viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring en á fimmtudaginn fóru klukkustundargildin yfir 400 míkrógrömm og í nótt yfir 600. Undanfarin kvöld og nætur hafa rykbindiefni verið lögð á helstu umferðargötur borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert