Trjágróður brann í sinueldum í Grafarvogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo slökkviliðsbíla í Grafarvoginn um fjögurleytið í dag þar sem sina brann við enda vogarins, nærri meðferðarheimili SÁÁ. Búið var að slökkva í um fimmleytið en nokkuð brann af trjám og öðrum gróðri. Varðstjóri slökkviliðsins biður foreldra um að brýna fyrir börnum sínum hversu alvarlegt það sé að kveikja í sinu og að leika sér ekki að eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert