Allt að tólf jarðir brunnar á Mýrum

Sina brann á um 50 ferkílómetra svæði.
Sina brann á um 50 ferkílómetra svæði. mbl.is/Rax

Hver stórsinubruninn rak annan í gær og verður vinnudagurinn hjá slökkviliðum og björgunarsveitum að líkindum í minnum hafður. Allra mestur var sinubruninn á Mýrum í Borgarfirði þar sem allt að 12 jarðir brunnu og naumlega tókst að stöðva eldinn rétt við nokkur íbúðarhús. Að öðru leyti varð ekki við neitt ráðið og eldurinn látinn hafa sinn gang á meðan hann stefndi til sjávar.

"Reykurinn var biksvartur og sólin var eins og eldrauður hnöttur," sagði Unnsteinn Jóhannsson, bóndi í Laxárholti, í gær. "Það var dimmt í dag og ég hef aldrei séð annað eins."

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð við Snæfellsnesveg og geystist eldhafið áfram og brenndi jarðir og þykka sinu svo reykurinn skyggði á sólu og barst langt út á haf. Fundu togarasjómenn fyrir mistrinu.

Ekki urðu slys á fólki eða skepnum svo vitað sé. Ein öflugustu björgunartæki gærdagsins voru án efa haugsugur sem bændur keyrðu þar sem eldurinn var hvað mestur.

Sinueldar brunnu einnig í Reykholtsdal og Skorradal auk þess sem slökkvilið var sent að sinubruna í Grafarvogi í Reykjavík. Veður í gær var afar þurrt og var gróður því eins viðkvæmur fyrir bruna og hugsast gat.

Nánar er fjallað um sinubrunann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »