Misstu tök á sinueldi í Reykholtsdal

Sinueldur fór úr böndunum í Reykholtsdal í gærkvöld og var unnið hörðum höndum að því að slökkva hann áður en hann nálgaðist trjágróður á bænum Kletti þar sem er ættarsetur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, en þar hafði faðir hans, Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafið skógrækt á árum áður.

Tveir bændur, sem leyfi höfðu til að brenna sinu, misstu tök á eldinum í gær og að sögn Péturs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Borgarfjarðardölum, logaði eldur á stóru svæði á afar þurri jörðinni. Flytja þurfti vatn langa leið frá Reykjadalsá. Lið Péturs var að koma úr öðru brunaútkalli við Mófellsstaði í Skorradal þegar það fékk þetta útkall.

Steingrímur Hermannsson lýsti mikilli furðu sinni á því að mönnum skyldi leyft að kveikja í sinu við aðrar eins aðstæður og voru í gær. „Mér finnst það alveg fáránlegt við svona aðstæður að leyfa sinubruna yfirleitt. Mér skilst að samkvæmt lögum geti slökkvilið leyft slíkt ef viðkomandi ábyrgist stjórn á eldinum. En hver ábyrgist það við svona aðstæður? Það ætti náttúrlega að banna þetta yfirleitt og halda þá ábyrga sem gera svona lagað."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »