„Aldrei séð jafnmikinn sinubruna á svæðinu"

Mikil eldur logaði í sinunni á Mýrum í gær.
Mikil eldur logaði í sinunni á Mýrum í gær. mbl.is/RAX
Eftir Andra Karl andrik@mbl.is

SINUELDAFARALDUR hefur gengið yfir landið í kjölfar mikilla elda sem kviknuðu á Mýrum í Borgarfirði á fimmtudagsmorgun og hafa geisað síðan. Bóndinn á Hundastapa segist aldrei hafa séð jafnmikinn sinubruna á svæðinu en heyrt að svipaður eldur hafi geisað á sama árstíma árið 1959. Mannvirki hafa þó alveg sloppið enda hefur slökkvistarf að miklu leyti snúið að því að verja bæi á svæðinu.

Slökkvilið Borgarness vaktaði eldinn í fyrrinótt, þá var hann í rénum en þegar líða tók á dag breyttist vindáttin og jókst þá bálið á nýjan leik.

Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi ekki geta nefnt nákvæma tölu um það hversu stórt svæði hefur brunnið en það væru hundruð ferkílómetra. Eldurinn var þá orðinn mun minni en á fimmtudagskvöld en erfiðlega gengur þó að hafa stjórn á honum.

Liðsauki frá Akranesi, Búðardal og höfuðborgarsvæðinu

"Við höfum enga stjórn á þessu, við reynum að beina eldinum og afmarka við vegi. Það hefur gefið mjög góða raun að bleyta vegina vel með sandfor og kúamykju og reyna svo að loka einnig af annars staðar og láta þetta brenna."

Liðsauki barst m.a. frá Akranesi, Búðardal og höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær en jafnframt var notuð þyrla sem varpaði vatni á eldinn.

Voru á milli 50 og 70 manns að vinna að slökkvistarfi í gærdag og nánast allar haugsugur Borgarfjarðar í notkun. Einstaka bæir voru í gjörgæslu og voru því fengnir tankbílar frá fyrirtækjum í Borgarnesi þar sem mikið vatn þurfti til að verja ræktað land og mannvirki. "Við gátum komið í veg fyrir að eldurinn bærist að Hólmakoti en einnig er brunnið mikið að bænum Ánastöðum og er verið að einbeita sér að því að búa til skára með haugsugum sem eldurinn á ekki að komast yfir," segir Bjarni sem bjóst við að eldurinn myndi geisa áfram um helgina og sagðist í raun engan endi sjá á slökkvistarfi.

Bæirnir Brúarland, Arnarstapi og Hrafnkelsstaðir voru einnig í hættu og því vaktaðir. Bændur unnu hörðum höndum að því að dæla vatni upp úr lækjum til að vernda bæi sína. Einn þeirra er Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa, sem sagðist aldrei hafa séð jafn mikinn sinubruna á svæðinu en Ólafur hóf búskap á Hundastapa árið 1974.

Logaði víðs vegar í Reykjavík

Mikill erill var hjá slökkviliði víðs vegar á landinu í gær vegna sinubruna og í gærmorgun kviknaði í sinu í Óslandi á Hornafirði. Var þá mikill eldur á svæðinu beggja vegna við svonefndan Gónhól þar sem minnismerki sjómanna stendur en Óslandið er friðland og er þar mikið fuglalíf. Slökkvistarf gekk hins vegar vel þar, vindátt var hagstæð og náðu slökkviliðsmenn að hefta útbreiðslu eldsins á skömmum tíma. Ekki er vitað um upptök eldsins en líkur voru taldar á að kviknað hefði í út frá logandi sígarettu.

Á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg útköll vegna sinuelda og voru þrír vinnuhópar frá Reykjavíkurborg kallaðir út til aðstoðar við slökkvistarf. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmönnum voru brunarnir misstórir en víðs vegar logaði í Reykjavík, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Mestir voru eldarnir í Foldahverfi og Fossvogi þar sem hætta var jafnvel talin á að eldurinn bærist í byggingar og trjágróður.

Eldurinn greinilegur á gervihnattamynd

Á VEFSÍÐU Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, mátti í gær finna mynd sem gervitunglið Terra tók af sinubrunanum í Hraunhreppi á Mýrum klukkan 12:55 á fimmtudag. Myndir gervitunglsins eru m.a. notaðar til að staðsetja og fylgjast með skógareldum á jörðu niðri og tekst þeim afar vel því nokkrir rauðir ferhyrningar eru merktir ofan á myndina og merkja þeir elda. Reykjarstrókurinn frá Mýrum sést einnig greinilega þar sem hann blæs til suðvesturs.

NASA rekur auk þess gervitunglið Aqua en brautir þess liggja yfir Ísland á hverjum degi.

Minna verður um smárunna en meira um grös

"Í STUTTU máli brennur sinan og þau efni sem breytast í lofttegundir fara upp í loftið, s.s. köfnunarefni og kolefni. Steinefnin verða hins vegar eftir, yfirborðið verður svart og hitnar þar af leiðandi meira í sólskini um vorið," segir Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur, um sinubrunann á Mýrum. Hann telur óhjákvæmilegt að bruninn muni hafa áhrif á gróðurfar og jafnvægi raskast. Sigurður segir gróðurinn á Mýrum aðallega vera klófífu í lægðum en uppi á þúfunum er síðan fjalladrapi og bláberjalyng.

"Sumar tegundir njóta góðs af þessu eins og grös en grastegundir geta nýtt sér áburð mjög vel og munu færast í aukana en aftur á móti mun smárunnum fara fækkandi."

Innlent »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta“. Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minni háttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafst við í tjaldi úti í skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market-málinu

Í gær, 20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang að. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

Í gær, 19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...