Séð fram á bruna fram í næstu viku

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl
HELDUR var farið að draga úr bálinu á Mýrum seint í gærkvöldi en þó logaði talsverður eldur á svæðinu, mest ofan við bæinn Ánastaði. Slökkvistarf miðast sem fyrr við að slökkva með fram bílveginum. Reiknaði Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, með því að eldurinn myndi geisa áfram yfir helgina og jafnvel fram í næstu viku.

50 til 70 manns voru að slökkvistörfum í allan gærdag og voru nánast allar haugsugur Borgarfjarðar í notkun. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld til dælubíl af Reykjavíkurflugvelli sem getur flutt mikið vatnsmagn og vinnur Reykjavíkurliðið undir stjórn slökkviliðsstjórans í Borgarnesi.

Talið er að hinir gríðarlegu brunar á Mýrum muni hafa áhrif á gróður og fuglalíf á svæðinu, að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands, þó mest áhrif á smádýralífið. Eldurinn drepur smádýr á yfirborðinu og fæðu fuglanna undir því.

Náttúrufræðistofnun hefur kortlagt gróður á Mýrum á árunum 1996-1997 og má á gróðurkorti sjá að landið sem hefur brunnið frá fimmtudagsmorgni er eitt mesta samfellt votlendi í byggð á Íslandi. | 10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert