Búið að slökkva sinueld á Mýrum

Sinueldarnir á Mýrum voru slökktir á tólfta tímanum í gærkvöld, en brunasvæðið hefur verið vaktað í nótt, menn reynt að tryggja að eldar kviknuðu ekki aftur. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Í gærkvöldi var fjöldi manns að aðstoða við að slökkva eldana og komu björgunarsveitarmenn víða að eins og Fréttavefur mbl.is greindi frá í gærkvöldi. Meðal annars var notuð þyrla við slökkvistarfið og að sögn Ólafs Egilssonar, bónda á Hundastapa, gerði þyrlan stórkostlegt gagn í baráttunni við eldinn sem hafði breiðst yfir um hundrað ferkílómetra svæði frá því að hann kviknaði á fimmtudag.

mbl.is