Brynjar Níelsson verður verjandi Jóns Sullenbergers

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson

Jón Gerald Sullenberger, sem sætir ákæru af hálfu setts saksóknara í Baugsmálinu, fékk í gær Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmann sem verjanda sinn við réttarhaldið sem framundan er.

Brynjar segist á þessu stigi lítið geta sagt um stöðu Jóns Geralds sem sakbornings í málinu eða um ákæruna á hendur honum þar sem sér hafi ekki gefist tóm til að fara yfir gögn málsins. "Mér skilst að það bíði mín 19 möppur," segir Brynjar.

Lýsir sig saklausan

Settur saksóknari hefur gefið út ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger en að sögn Brynjars er ákæran sem snýr að Jóni Gerald eingöngu í einum lið af 19 ákæruliðum málsins.

Brynjar segir að Jón Gerald lýsi sig saklausan af ákærunni. "Ég mun verja hann á grundvelli þess," segir hann og kveðst nú munu fara yfir málið, meta stöðuna og taka ákvörðun um hvernig skuli haga vörninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert