Kosið um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps

Atkvæðagreiðsla fer fram á morgun um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps. Fram kemur á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, að verði sameiningartillagan samþykkt af meirihluta íbúa beggja sveitarfélaga, verði sveitarfélögin í landinu 79 við almennar sveitarstjórnakosningar, sem fram fara þann 27. maí næstkomandi.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hefur gefið út kynningarbækling um sameiningartillöguna. Íbúar í Þórshafnarhreppi voru 417 í lok síðasta árs, en í Skeggjastaðahreppi voru 125 íbúar.

Sameining til sóknar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert