Segir flokksmenn ekki standa við eigin samþykktir

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, gagnrýndi ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins á fundi flokksins á Akureyri í morgun fyrir að standa ekki við samþykktir landsfundar í málefnum aldraðra og að hafa ekki tekið á vanda hjúkrunarheimilanna.

Vilhjálmur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt viðræður um málið við fjármálaráðherra um helgina, sem hefði tekið áskorun hans vel. Hann sagðist vera vongóður um að nýtt viðhorf væri komið upp og að fyrirhugaður væri fundur fjármála- og heilbrigðisráðherra um málið á mánudaginn.

Í ræðu sinni gagnrýndi Vilhjálmur ráðherra og þingmenn fyrir að hafa ekki staðið við samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins í skattamálum eldri borgara, um að afnema tekjutengingu á grunnlífeyri, lækka skerðingarhlutföll tekjutengingar og tryggja að hjón og sambýlisfólk njóti fullra lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga án tillits til tekna maka. „Ég beindi rödd minni að ráðherrum flokksins þegar ég sagði að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að standa við eigin samþykktir en ekki að gleyma þeim eftir að landsfundi lýkur.“ Aðspurður segir Vilhjálmur fundarmenn hafa tekið þessum ummælum hans vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »