Jóhannes í Bónus kærir Jón Gerald fyrir rangar sakargiftir

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, sem sýknaður var í Baugsmálinu 15. mars af ákæru fyrir að koma sér undan greiðslu tolla á innfluttum bíl, hefur kært Jón Gerald Sullenberger til ríkissaksóknara fyrir rangar sakargiftir og jafnframt kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins.

Jóhannes kærir Jón Gerald á grundvelli 148. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skuli sæta allt að 10 ára fangelsi. Kæran var send ríkissaksóknara fyrir helgi.

Jóhannes hefur þá kvartað til umboðsmanns Alþingis þar sem hann telur að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar rls., hafi ekki fylgt jafnræðisreglu við útgáfu ákæru 1. júlí 2005. Málsástæður Jóhannesar eru þær að framburður Jóns Geralds fyrir lögreglu sem fól í sér að hann hefði sjálfur framið refsiverðan verknað, leiddi ekki til útgáfu ákæru á hendur honum, heldur öðrum, að Jóhannesi meðtöldum, sem neitaði sök sem og hinir sakborningarnir í Baugsmálinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert