Ný gögn í Baugsmálinu

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, hyggst leggja fram ný gögn við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í næstu viku.

„Þarna er meðal annars um að ræða ný gögn frá skattrannsóknarstjóra, ný gögn sem aflað var fyrir mína tilstuðlan að hluta til og síðan er þetta matsgerð um áreiðanleika tölvugagna, sem er talsvert fyrirferðarmikil með fylgigögnum," sagði Sigurður Tómas í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurður sagði hann gögnin hafa verið kynnt og afhent verjendum sakborninga fyrir nokkru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert