Drög að ályktun um staðfesta samvist lögð fram til umræðu á prestastefnu

Á prestastefnu 2006 voru í dag lögð fram drög að ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist. Drögin eru lögð fram til umræðu og fylgja þeim spurningar. Þetta er liður í verkferli innan þjóðkirkjunnar og verður ályktunin einnig rædd á kirkjuþingi 2006, á héraðsfundum, leikmannastefnu og kemur síðan til afgreiðslu á prestastefnu og Kirkjuþingi 2007.

Á prestastefnu 2005 var því beint til biskups að fela kenningarnefnd að „bregðast við óskinni um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða“.

Í drögunum sem kynnt voru í dag ræðir kenningarnefnd málið út frá biblíuskilningi, siðfræðilegum hefðum, köllun kirkjunnar til þjónustu í heiminum og kirkjuskilningi. Komist er að þeirri niðurstöðu að ritningartextar sem nefndir eru í þessari umræðu snerti ekki grundvöll trúarinnar svo að ágreiningur um túlkun þeirra ætti ekki að sundra einingu kirkjunnar. Textarnir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Þá er ítrekað að Þjóðkirkjan viðurkenni önnur sambúðarform til viðbótar hjónabandi karls og konu. Helgisiðanefnd notuð hefur að beiðni kenningarnefndar útbúið blessunarform sem kynnt var á prestastefnu og verða til reynslu innan kirkjunnar. Jafnframt er hvatt til umræðu um þessi form.

Minnt er á að þjóðkirkjan rúmi ólíkar skoðanir á siðferðilegum málum og vilji stuðla að opnu samtali sem víðast á vettvangi kirkju og samfélags til að ná víðtækri sátt um grundvallaratriði, að því er segir í tilkynningu.

Hvað biblíuskilning varðar er bent á að ritningarstaðir í bæði í Gamla og Nýja testamentinu, fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Í drögum að áliti kenningarnefndar segir:
„Að mati kenningarnefndar snerta þessir ritningarstaðir ekki trúargrundvöllinn svo að ágreiningur um túlkun þeirra sundri einingu kirkjunnar. Þessir staðir fordæma ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti.“

Þá er varpað fram þeirri spurningu hvernig taka beri á þeim ágreiningi sem er innan kirkjunnar um túlkun þessara ritningartexta.

Þegar vikið er að siðfræðilegum hefðum er tekið fram, að kirkjan viðurkennir önnur sambúðarform til viðbótar hjónabandi karls og konu. Bent er á að allt til þessa hafi ríki heims og trúarbrögð mannkyns gengið út frá því að hjónaband sé samband karls og konu. Skilgreining kirkjunnar á hjónabandi hefur alla tíð gengið út frá því að Guð hafi skapað manninn, karl og konu og blessað þau. Að lútherskum skilningi sé hjónabandið þó ekki sakramenti og ekki á forræði kirkjunnar, heldur lýtur sifjarétturinn, og þar með stofnun hjúskapar, lögum ríkisins. Aðkoma kirkjunnar að hjónavígslu byggist á því að ríkt hefur samskilningur menningar, löggjafar og trúar hvað varðar skilgreiningu á hjúskap svo að umræðan um endurskilgreiningu hjúskapar og hjónabands varðar samstöðu kirkju og samfélags.

Varpað er fram spurningum um forsendur kirkjunnar að hjónavígslu og hver væru viðbrögð hennar ef ríkisvaldið endurskilgreindi hjónabandið.

Bent er á að staðfest samvist er löggilt sambúðarform tveggja einstaklinga af sama kyni sem stofnað er hjá borgaralegum yfirvöldum og veitir þeim hliðstæð réttindi og hjónaband. Ítrekað er að þjóðkirkjan styðji þá einstaklinga af sama kyni sem staðfesta samvist sína og skuldbindingar. Þjóðkirkjan vilji standa með þeim í vilja þeirra og viðleitni til að lifa saman í ást og trúmennsku.

Lagt er til að útbúið verði formlegt blessunarform. Tillaga að slíku formi er lagt fram á prestastefnu.

Spurt er hvernig kirkjunni beri að standa að sálgæslu við samkynhneigða og fjölskyldur þeirra umfram það sem nú er gert.

Undir kirkjuskilning falla spurningar um hvort og hvernig þjóðkirkjan eigi sem slík að taka afstöðu til siðferðilegra álitamála.

Í Ágsborgarjátningunni, sem tilheyrir játningargrunni lútherskra kirkna segir að að til að sönn eining ríki í kirkjunni sé nóg „að menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn hafa sett.“

Í áliti kenningarnefndar segir: „Á grundvelli játninga sinna og hefða hinnar almennu kirkju setur hin evangelíska lútherska þjóðkirkja á Íslandi sér helgisiði, svo sem um hjónavígslu, og hefur álitið mikilvægt að samstaða ríki um þá siði innan kirkjunnar sem og í þjóðfélaginu. Og þótt stofnun hjúskapar sé málefni hins veraldlega valds hefur kirkjan átt þar hlut að máli vegna þess samhljóms siðarins sem hér hefur verið.

Íslenskan þjóðkirkjan rúmar ólíkar skoðanir á siðferðilegum álitamálum. Engin ein stofnun eða embætti kirkjunnar getur talist ótvíræð rödd hennar eða gefi úrskurði er bindi samvisku manna. Kirkjan vill stuðla að opnu samtali sem víðast á vettvangi kirkju og samfélags til að ná víðtækri sátt um grundvallaratriði. Það á eins við um siðferðileg álitamál, túlkun ritninganna, helgisiði kirkjunnar og starfshætti hennar.“

Þá er minnt á að Þjóðkirkjan er hluti af kirkjusamfélögum eins og Lútherska heimssambandinum og Porvoo-sambandi lútherskra og anglikanskra kirkna á Norðurlöndum, Bretlandi og í Eystrasaltslöndum. Spurt er hversu mikilvægt sé að fylgja systurkirkjum okkar í þessum málum.

Að lokum er ferlið áréttað og sett fram eftirfarandi ályktun:

1. Þjóðkirkjan kallar fólk til fylgdar við Krist og áréttar í boðun sinni og breytni boðskap hans um kærleika, manngildi og samábyrgð.

2. Þjóðkirkjan heldur á lofti biblíulegum og kristilegum gildum sem styðja gott líf, stuðla að réttlæti og standa vörð um velferð allra, sérstaklega þeirra sem af einhverjum ástæðum eru misrétti beittir.

3. Þjóðkirkjan viðurkennir að kynhneigð fólks sé mismunandi og ítrekar að samkynhneigðir eru hluti af kirkju Krists og lifa undir fagnaðarerindi hans.

4. Þjóðkirkjan vill styðja allt kristið fólk í viðleitni þess til að temja sér ábyrgan lífstíl og hvetur alla, jafnt samkynhneigða sem gagnkynhneigða, til að hlýða köllun Krists til náungakærleika og ábyrgðar í kynlífi, sambúð og fjölskyldulífi.

5. Þjóðkirkjan álítur enga eina skipan fjölskyldunnar réttari en aðra. Kristur ávarpar alla jafnt án tillits til fjölskyldustöðu. 6. Þjóðkirkjan styður hjónabandið sem sáttmála karls og konu á forsendum hins kristna kærleika. Þjóðkirkjan styður ennfremur önnur sambúðarform á sömu forsendum.

7. Þjóðkirkjan styður þá einstaklinga af sama kyni sem vilja búa saman í ást og trúmennsku og staðfesta samvist sína og skuldbindingar og heimilar prestum sínum að blessa sambúð þeirra samkvæmt þar til ætluðu formi, að því er segir í tilkynningu.

Tillögur Helgisiðanefndar um blessun staðfestrar samvistar í samræmi við tillögu kenningarnefndar um verkferli.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, formaður Helgisiðanefndar, lagði fram tillögur um form fyrir blessun staðfestrar samvistar. Lagðar voru fram þrjár tillögur, unnar með hliðsjón af sambærilegum formum í systurkirkjum Þjóðkirkjunnar sem þegar hafa lagt fram slíkar tillögur í helgihaldi, einkum frá Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi.

Tillögurnar eru lagðar fram til kynningar og umræðu og prestar hvattir til að nota þessi form ef mögulegt er á næsta ári. Viðbrögð við notkun þeirra berist svo fyrir prestastefnu 2007.

Lagðar eru fram þrjár tillögur. Þær eru allar áþekkar og að stofni til byggðar á sama grunni. Hin fyrsta er einföldust að gerð og styst, önnur er ítarlegri og í þeirri þriðju er gert ráð fyrir því að altarisganga geti farið fram í athöfninni.Allar útgáfur formsins gera ráð fyrir því að athöfnin geti farið fram í kirkju eða kapellu, eða ef vill á heimili viðkomandi.

Allar útgáfurnar gera sömuleiðis ráð fyrir því að um sé að ræða par sem þegar er í staðfestri samvist, þe. að lögformlegur gerningur hafi átt sér stað áður.

Gerð er tillaga að ritningarlestrum og sálmum. Möguleiki er á því að parið sjálft lesi yfirlýsingu sína um trúfesti eða bæn sé sögð yfir handsali þeirra.

Þar sem um er að ræða blessun á lögformlegum gjörningi sem þegar hefur farið fram er ekki gert ráð fyrir spurningum um vilja til samvistar sem svarað sé með jái. Það er til að ekki leiki vafi á því að lögformlegur gjörningur sem þegar hefur átt sér stað hafi fullt gildi innan kirkjunnar. Settar eru fram tillögur um að parið sjálft lesi yfirlýsingu sína um trúfesti eða bæn sé sögð yfir handsali þeirra. Gerð er tillaga að ritningarlestrum og sálmum og fylgir listi yfir það með tillögum um helgihaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

„Sterk rök með og á móti“

13:41 Tvennu þarf að svara eigi RÚV að fara af auglýsingamarkaði, segir forsætisráðherra. Mun aðgerðin hjálpa öðrum innlendum fjölmiðlum og er unnt að tryggja að RÚV verði ekki fyrir tekjutapi? Meira »

Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

13:32 Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

12:00 Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll bifast ekki

11:36 Það veit enginn hver á „viðbjóðslega“ eyðibílinn sem situr sem fastast á nemendabílastæðinu við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrrverandi inspector automobilum hefur þungar áhyggjur af framhaldinu. Meira »

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

10:50 „Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira »

„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

10:12 Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð. Meira »

Ekki mitt að dæma

09:06 Á Norðurlandi eystra hefur Halla Bergþóra Björnsdóttir gegnt stöðu lögreglustjórans síðan í ársbyrjun 2015. Halla nýtur sín vel í starfi enda hefur hún brennandi áhuga á löggæslumálum. Hún segir lögreglu eiga fyrst og fremst að þjóna almenningi, tryggja öryggi og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu. Meira »

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

08:30 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. Meira »

Rauðber dreifast víðar um land

08:18 Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira »

Innkalla 376 Volvo-bifreiðar

08:18 Bílaumboðið Brimborg hefur tilkynnt Neytendastofu um að innkalla þurfi 376 Volvo-bifreiðar af ýmsum gerðum sem framleiddar voru á árunum 2014 til 2019. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu. Meira »

Fékk þakkarbréf 16 árum síðar

08:03 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fékk fyrr í sumar þakkarbréf frá spænskri konu sem hann skutlaði frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur árið 2003, fyrir sextán árum síðan. Meira »

Ekki tekst að ljúka framkvæmdun fyrir skólabyrjun

07:57 Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkrum skólum Reykjavíkur. Ekki mun takast að ljúka öllum framkvæmdum áður en skólastarfið hefst í næstu viku. Meira »

Engir loftgæðamælar við hafnir

07:37 Draga má þá ályktun af niðurstöðum loftgæðamælinga við Hof á Akureyri að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni. Meira »

Átta gistu fangageymslur í borginni

07:26 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og nótt, en alls voru 109 mál skráð í dagbók lögreglu og þurfti að stinga átta manns í fangaklefa af ýmsum ástæðum. Þakplötur fuku einnig af fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi. Meira »

Draga þarf úr álögum á fjölmiðla

05:30 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, kallar eftir endurskoðun á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla. Það taki enda mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við. Meira »

Fengu ekkert að vita

05:30 Þjóðleikhúsinu var ekki gert viðvart um að framkvæmdir á Hverfisgötu, sem valda lokun hennar og miklu raski, myndu dragast á langinn. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að síðast hafi honum verið tjáð að framkvæmdunum lyki um Menningarnótt. Meira »