Ný ákæra í Baugsmáli þingfest

Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsalnum í morgun ásamt Gesti Jónssyni, …
Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsalnum í morgun ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni sínum. mbl.is/Ómar

Dómþing hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í dag þar sem ný ákæra í Baugsmálinu svonefnda var þingfest. Ákæran er á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra, og Jóni Gerald Sullenberger, forstjóra Nordica. Fyrir lá að ákærðu myndu líklega allir krefjast þess að ákærunni yrði vísað frá dómi.

Þá fer Jón Gerald fram á að dómari í málinu víki sæti, þar sem hann hefur áður komið að Baugsmálinu.

Um er að ræða endurákæru gegn tveimur af þeim sex sem upphaflega voru ákærðir, auk Jóns Geralds sem ekki var ákærður fyrr en nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert