Yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss.

"Það var ógeðfellt að lesa forystugrein Morgunblaðsins í gær þar sem ritstjórinn fjallar um Baugsmálið svokallaða. Þar segir ritstjórinn orðrétt um endurútgáfu á ákæru í málinu: ,,Þetta þýðir í raun að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur verið endurreist ef svo má að orði komast."

Þvílíkt og annað eins. Ég var sakaður af þessum aðilum um aðild að hundruð milljóna fjárdrætti í ákæru sem mér var birt 1. júlí 2005. Málið fékk í kjölfarið útreið hjá dómstólum þar sem 32 af 40 ákæruliðum var vísað frá í Hæstarétti Íslands og hinum 8 eftirstandandi liðum lauk með sýknudómi í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl.

Þegar ákæran var endurútgefin voru allar sakargiftir hvað mig varðar horfnar. Það er því ekki annað hægt en að líta svo á að ég hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hinn horfni saksóknari, Jón H.B. Snorrason, hefur því framið stórkostleg afglöp í starfi. Hann hlýtur að þurfa að svara fyrir það í dómssölum.

Túlkun Morgunblaðsins á að nýjar ákærur séu uppreisn æru fyrir ríkislögreglustjóra er ógeðsleg. Ég veit sjálfur hvernig það er að vera hafður fyrir rangri sök svo árum skiptir. Það er bæði sárt og vont. Það ber að refsa mönnum sem gera saklausu fólki slíkt."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert