Hestakona hlaut slæmt fótbrot

Kona á fertugsaldri fótbrotnaði illa er hún lenti undir hesti á sveitabæ skammt fyrir utan Egilsstaði um klukkan 18 í dag. Var hún flutt með sjúkrabíl til Egilsstaða. Ekki er vitað um líðan hennar að svo stöddu.

mbl.is
Loka