Vilja afsökunarbeiðni frá forstjóra Baugs: Engin viðbrögð fengist við bréfunum

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, og Jóhanna Vilhjálmsdóttir, einn umsjónarmanna þáttarins, rituðu Jóni Ásgeir Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., bréf 11. maí síðastliðinn, en í bréfunum var farið fram á að hann bæðist afsökunar orðum sem hann viðhafði í bréfi sem hann sendi útvarpsstjóra og dagsett var 8. maí sl.

Þar sagði Jón Ásgeir meðal annars að Þórhallur og Jóhanna væru í vinfengi við Jón Gerald Sullenberger og að annað þeirra hefði verið gestur hans um borð í bátnum Thee Viking.

Þórhallur og Jóhanna staðfestu bæði við Morgunblaðið í gær að þau hefðu sent Jóni Ásgeiri bréf vegna málsins og farið fram á afsökunarbeiðni, en engin viðbrögð hefðu enn borist.

Þórhallur kveðst enn ekki hafa tekið neina ákvörðun um að aðhafast frekar í málinu. Hann eigi ekki von á öðru en Jón Ásgeir biðjist afsökunar á ummælum sínum. Þórhallur segir að áður en bréfið til útvarpsstjóra var gert opinbert, hafi hann verið búinn að benda fjölmiðlafulltrúa Jóns Ásgeirs á að staðhæfingar, sem fram kæmu um umsjónarmenn Kastljóss í því, væru rangar.

"Hann sá ekki ástæðu til þess að breyta bréfinu," segir Þórhallur Gunnarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert