Fjallað um Da Vinci lykilinn á trúmálavef kirkjunnar

Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu ...
Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu Lisu, í kvikmyndinni Da Vinci lyklinum.
Umfjöllun um Da Vinci lykilinn hefur verið sett á trúmálavef kirkjunnar í tilefni af frumsýningu kvikmyndar eftir þessari bók. Þá hefur pistill Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, Fagnaðarerindi Da Vinci lykilsins, verið prentaður í litlum bæklingi sem er dreift í kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu, en þessi pistill hefur verið mikið lesinn á trúmálavefnum.

Á vefnum trú.is er m.a. fjallað um Maríu Magdalenu, Filippusarguðspjall og Maríuguðspjall, hinn heilaga gral, guðdóm og manndóm Jesú Krists, - Opus Dei og Musterisriddarana og viðtökur Da Vinci lykilsins. Einnig er hægt að bera fram spurningar um söguna eða efnisþætti hennar á vefnum.

Trúmálavefurinn trú.is

mbl.is