Flugvél hlekktist á við flugtak á Hornströndum; engan sakaði

Lítil flugvél af gerðinni Cessna 180 hlekktist á flugtak á flugvelli við Fljótavík á Hornströndum seinni part gærdags, en vélarbilun varð er flugvélin hóf sig til flugs og hafnaði hún í framhaldinu í Fljótavatni. Að sögn Flugmálastjórnar Íslands var flugmaður einn í vélinni og sakaði hann ekki.

mbl.is