Spurt um ráðherra og Jón Gerald í skoðanakönnun

Spurt er um álit almennings á því hvort dómsmálaráðherra hafi haft afskipti af Baugsmálinu, sem og um trúverðugleika Jóns Geralds Sullenberger í viðtali Morgunblaðsins á dögunum, í skoðanakönnun sem nú er í vinnslu hjá Gallup.

Könnunin er send til hluta svokallaðs viðhorfahóps Gallup, sem er hópur fólks sem hefur fallist á að svara skoðanakönnunum reglulega í gegnum netið. Ekki kemur fram fyrir hvern könnunin er unnin, enda er þess aldrei getið í könnunum sem þessum.

Í þessari könnun eru aðeins þrjár spurningar. Sú fyrsta er svohljóðandi: "Telur þú að dómsmálaráðherra hafi haft afskipti af Baugsmálinu eða telur þú að hann hafi ekki haft afskipti af því?" Svarmöguleikarnir eru aðeins "hafi haft afskipti" og "hafi ekki haft afskipti", en ekki er svarmöguleiki fyrir þá sem ekki hafa skoðun eða treysta sér ekki til að svara, þó hægt sé að sleppa því að svara spurningunni.

Önnur spurningin er: "Last þú viðtal við Jón Gerald Sullenberger sem birt var í Morgunblaðinu 25. og 26. júní?" Þar er hægt að svara því til að það hafi allt verið lesið, lesið að hluta eða ekki lesið. Í framhaldinu eru svo þeir sem lásu viðtalið spurðir: "Hversu trúverðugt eða ótrúverðugt fannst þér viðtalið?" Svarmöguleikarnir eru fimm, allt frá "mjög trúverðugt" að "mjög ótrúvert".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert