Ármann Ármannsson greiðir hæstu gjöldin í Reykjavík

Ármann Ármannsson, útgerðarmaður hjá Ingimundi hf., greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík samkvæmt álagningarskrá skattstjórans í Reykjavík, tæpa 161 milljón króna. Aðalsteinn Karlsson, forstjóri, kemur næstur með 133 milljónir króna og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, greiðir 110 milljónir króna.

Alls eru 93.844 framteljendur á skrá í umdæminu og innheimt gjöld nema samtals 71,8 milljörðum króna. Þar af eru 32,8 milljarðar króna tekjuskattur, sem 65.403 einstaklingar greiða; og útsvar nemur 31,8 milljörðum króna, sem 92.205 einstaklingar greiða. Þá greiða 34.725 einstaklingar fjármagnstekjuskatt, samtals rúma 5,6 milljarða og 11.287 einstaklingar greiða hátekjuskatt, samtals 504 milljónir króna.

1257 börn greiða samtals 13.474.823 krónur í skatt í Reykjavík, þar af 8,9 milljónir í tekjuskatt og 4,5 milljónir í útsvar.

Hæstu gjaldendur samkvæmt álagningarskrá eru eftirtalin:

  1. Ármann Ármannsson, 160.848.115 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 156.322.322 krónur, þar af útsvar 672.415 krónur
  2. Aðalsteinn Karlsson, 132.917.861 króna, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 129.277.507 krónur, útsvar 593.230 krónur
  3. Hreiðar Már Sigurðsson, 110.032.665 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 72.975.237 krónur, útsvar 35.236.255 krónur
  4. Sigurður Helgason, 92.206.665 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 72.879.700 krónur, útsvar 18.474.071 króna
  5. Jákup á Dul Jacobsen, 92.061.383 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 89.433.433 krónur, útsvar 387.229 krónur
  6. Þórarinn Elmar Jensen, 87.504.752 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 85.269.254 krónur, útsvar 170.466 krónur
  7. Ingunn Gyða Wernersdóttir, 83.923.596 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 81.875.435 krónur, útsvar 3446 krónur
  8. Jón Ásgeir Jóhannesson, 75.053.462 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 63.223.409 krónur, útsvar 11.712.387 krónur
  9. Auður Einarsdóttir, 69.611.490 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 67.755.039 krónur, útsvar 232.764 krónur
  10. Jón Hjartarson, 65.852.791 króna, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 64.491.443 krónur, útsvar 372.796 krónur
  11. Margrét Gunnlaugsdóttir, 63.982.045 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 62.425.777 krónur, útsvar 0
  12. Úlfur Sigurmundsson, 61.955.796 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 59.825.023 krónur, útsvar 703.096 krónur
  13. Þórarinn Kjartansson, 59.098.313 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 54.022.823 krónur, útsvar 3.954.202 krónur
  14. Björgólfur Guðmundsson, 56.374.429 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 54.359.238 krónur, útsvar 667.153 krónur
  15. Elías Skúli Skúlason, 54.234.605 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 50.889.772 krónur, útsvar 2.227.329 krónur
  16. Sigurður Þór Kristjánsson, 45.þ296.008 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 42.886.948 krónur, útsvar 1.406.929 krónur
  17. Emil Grímsson, 45.114.991 króna, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 43.545.086 krónur, útsvar 530.590 krónur
  18. Halldór Vilhjálmsson, 44.196.308 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 32.610.200 krónur, útsvar 11.356.341 króna
  19. Ragnhildur Geirsdóttir, 43.305.479 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 31.581.199 krónur, útsvar 11.502.607 krónur
  20. Ingvar Vilhjálmsson, 42.210.118 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 32.854.340 krónur, útsvar 8.760.143 krónur
  21. Steingrímur P. Kárason, 42.135.365 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 28.205.406 krónur, útsvar 13.393.139 krónur
  22. Haraldur Sveinsson, 40.577.187 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 38.640.414 krónur, útsvar 1.034.368 krónur
  23. Bjarni Benediktsson, 40.136.950 krónur, þar af tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 38.343.111 krónur, útsvar 1.084.632 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert