Einar S. Ólafsson greiðir hæstu gjöld í Vesturlandsumdæmi

Einar S. Ólafsson, Miklaholtshreppi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vesturlandsumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Einar greiðir rúmar 54 milljónir króna en Jóhannes S. Ólafsson, Akranesi, greiðir rúmlega 48 milljónir og Ólafur Ólafsson Miklaholtshreppi greiðir rúmlega 21,533 milljónir króna.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana á Vesturlandi er eftirfarandi:

  1. Einar S. Ólafsson, Miklaholtshreppi, 54.186.285 krónur.
  2. Jóhannes S. Ólafsson, Akranesi, 48.387.511 krónur.
  3. Ólafur Ólafsson, Miklaholtshreppi, 21.533.963 krónur.
  4. Viðar Björnsson, Stykkishólmi, 20.091.719 krónur.
  5. Hörður Sigurðsson, Stykkishólmi, 20.012.148 krónur.
  6. Gissur Tryggvason, Stykkishólmi, 19.947.488 krónur.
  7. Jón Þór Hallsson, Akranesi, 19.564.325 krónur.
  8. Þórhildur Pálsdóttir, stykkishólmi, 19.281.413 krónur.
  9. Fríða Sveinsdóttir, Snæfellsbæ, 16.806.300 krónur.
  10. Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, 14.395.361 króna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert