Maður datt úr stiga á Húsavík

Maður féll úr stiga á Húsavík um klukkan átta í gærkvöldi, var hann nokkuð ölvaður að reyna að komast inn um dyraop upp á miðjum vegg á verbúð. Datt hann niður á steypta stétt um 4 metra og brotnaði töluvert og slasaðist mikið. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og er líðan hans stöðug og eftir atvikum góð.

mbl.is