55 fíkniefnamál og ein nauðgun kærð á Akureyri

Eitt kynferðisafbrotamál var kært til lögreglunnar á Akureyri í dag og er málið í rannsókn. Lögreglan segir að nauðgun hafi verið kærð í heimahúsi í bænum. Ágreiningur sé um málsatvik en málið er í rannsókn. Eitthvað hefur verið um hrað- og ölvunarakstur á Akureyri og nágrenni í dag. Umferðin liggur nú út úr bænum og eru margi búnir að fella tjaldbúðir sínar og eru á leið suður.

Eitthvað hefur verið um hrað- og ölvunarakstur á Akureyri og nágrenni í dag. Umferðin liggur nú út úr bænum og eru margi búnir að fella tjaldbúðir sínar og eru á leið suður. Að sögn lögreglu hefur hún þurft að taka á 55 fíkniefnamálum síðan á fimmtudag, þar af eru þrjú svokölluð sölumál þar sem lagt hefur verið hald á nokkra tugi gramma fíkniefna.

mbl.is