Furðubátakeppni og dráttavélaakstur á Flúðum

Um þúsund manns mættu á heimsmeistarakeppnina í dráttavélaakstri á Flúðum um helgina en hún var liður í árlegri hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina á Flúðum. Sex keppendur tóku þátt í dráttavélakeppninni sem haldin var í gær og var nýr heimsmeistari krýndur, Ölver Karl Emilsson bar sigur úr býtum að þessu sinni. Í dag er svo furðubátakeppnibarna en báðir dagskrárliðirnir fara fram í Litlu Laxá sem rennur í gegn um Flúðir.

Dráttarvélarnar sem keppa eru af eldri gerðinni því það er sett hestaflahámark á fararskjóta keppenda og sagði Eva Marín skipuleggjandi hátíðarinnar að það hefði verið gaman að sjá keppendur atast í ánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert