Mikið um hraðakstur í Húnavatnssýslum

Margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í grennd við Blönduós í …
Margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í grennd við Blönduós í dag. mbl.is/Sverrir

Mikil umferð er um umdæmi lögreglunnar á Blönduósi og Húnavatnssýslurnar. Að sögn lögreglu liggur straumurinn suður og hófst hann upp úr hádegi og eru margir á miklum hraða. Búið er að stöðva hátt í 30 manns fyrir hraðaakstur og eru sumir hverjir á ofsahraða, á 140 og þar yfir. Vaktstjóri lögreglunnar sagði að fjórir hefðu verið stöðvaðir á þessum mikla hraða og að það væru bæði Íslendingar og útlendingar. Taldi hann að hraðakstur á þessari miklu ferðahelgi væri mjög varhugavert athæfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert